Tal- og málörvun

Tal- og málörvun er vefsíða ætluð foreldrum og öðrum sem vilja fræðast og leita ráða um tal- og málþroska barna. Hún er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra í kjölfar þess að þeir svöruðu LANIS skimunarlistanum. Á vefsíðunni er hægt að finna upplýsingar og ráð um málþroska, málörvunaraðferðir, orðaforða, framburð, fjöltyngi og stam.

Vefsíðan var unnin með styrk frá Háskóla Íslands til að styðja við samfélagsvirkni sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir hlaut (2024).

Verkefnastjóri var Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir (MS í talmeinafræði). Myndirnar teiknaði Snærún Tinna Torfadóttir.