Orðaforði hefur áhrif á bæði tjáningu og skilning og seinna meir á náms- og lestrarfærni. Börn á leikskólaaldri eru fljót að tileinka sér ný orð, framfarir eru hraðar og orðaforðinn vex ört á þeim aldri. Sum börn þurfa að heyra sömu orðin oft til að læra þau á meðan önnur börn læra orð eftir að hafa heyrt þau einu sinni.
Til að auka við orðaforðann er til dæmis hægt að nýta sér málörvunaraðferðir í athöfnum daglegs lífs (sjá hér) og með því að lesa saman en samræðulestur er ein tegund málörvunaraðferða (sjá upplýsingar um samræðulestur hér).
Algeng orð 2-3 ára barna samkvæmt rannsókinni Tíðni orða í tali barna.
2,5 ára
afi, amma, api, bað, bak, banani, band, bangsi, bíll, bíó, blaðra, blóm, bolli, bolti, bolur, borð, bók, brauð, buxur, búð, dagur, dekk, diskur, dót, dúkka, dýr, eldur, epli, eyra, fata, fiskur, fíll, flauta, fluga, fólk, fótur, fugl, föt, gaffall, gat, geit, girðing, gíraffi, glas, gluggi, gólf, grafa, gras, grænmeti, gulrót, gúrka, hattur, haus, háls, hár, heimsókn, heimur, hestbak, hestur, hey,hjól, hnífur, hringur, hundur, hurð, húfa, hús, hvolpur, hæna, hönd, ís, kaka, kanína, karfa, karl, kartafla, kassi, kastali, kex, kisa, kjallari, kjóll, kjöt, klipping, klósett, klukka, kona, kónguló, krakki, kubbur, leikskóli, lest, litur, ljón, ljós, loft, lok, löggubíll, löpp, maður, magi, mamma, matur, mjólk, morgun, mótorhjól, munnur, mús, mynd, nafn, nammi, nef, nótt, ofn, ormur, ostur, pabbi, padda, pakki, páfagaukur, peningur, peysa, pítsa, poki, putti, rennibraut, rigning, risaeðla, róla, rúm, sandur, sápa, sebrahestur, sími, sjór, sjóræningi, sjóræningjaskip, skápur, skegg, skeið, skip, skott, skófla, skógur, skóli, skór, skrímsli, skæri, slanga, slökkviliðsbíll, smjör, snjókarl, snjór, sokkur, sól, sósa, steinn, stelpa, stígvél, stóll, strákur, strætó, súpa, svín, systkini, sæti, takki, tá, teppi, tígrisdýr, tími, tjald, tómatsósa, traktor, trappa, tré, tæki, tönn, úlfur, útland, vatn, veggur, vinur, þak
3 ára
afmæli, ananas, appelsína, auga, ár, barn, bjalla, björn,blóð, bor, bófi, brekka, bróðir, brúsi, búr, bær, draugur, drulla, drullupollur, dýna, dýragarður, egg, engi, fangelsi, fáni, fellihýsi, fiðrildi, fimleikar, fjara, fjölskylda, flóðhestur, flugvél, flugvöllur, fótbolti, franskar, frí, froskur, frændi, frænka, gangstétt, gangur, gata, geimvera, gleraugu, górilla, greiða, grís, grjónagrautur, gönguferð, hafmeyja, hamborgari, háaloft, hákarl, hellir, herbergi, hilla, hjarta, hoppukastali, hólf, hópur, hreiður, höfrungur, ísbjörn, jól, jólasveinn, jólatré, kaffi, kanna, kennari, keppni, kerra, kerti, kind, kjúklingur, koddi, kollur kort, kóngur, krókódíll, krummi, kúla, lag, lamb, land, laukur, leið, leikfang, leikur, lykill, lykt, læknir, lögga, melóna, merki, mold, myndavél, möffins, naut, náttföt, nesti, norn, nærbuxur, nögl, olía, óvinur, pappír, paprika, pils, plast, popp, pottur, prins, prinsessa, pylsa, refur, rotta, rúta, röð, samloka, sandkassi,
selur, sjónvarp, skál, skinka, skjaldbaka, skraut, slaufa, sleikjó, snákur, snjóhús, spegill, spil, staður, stafur, stigi, stjarna, strumpur, stund, stýri, sumarbústaður, sund, súkkulaði, svefnpoki, sveit, systir, sæng, sög, tannbursti, taska, teygja, tómatur, trampólín, trúður, tröll, tunga, turn, tölvuleikur, útilega, vaskur, vika, vinkona, vinnam vængur, þriðjudagur, æfing, önd
2,5 ára
Baða, bíða, borða, brjóta, búa, byggja, detta, drekka, eiga, elda, fara, fá, finna, fljúga, gefa, gera, geta, geyma, gleyma, gráta, hafa, halda, heita, henda, heyra, hjálpa, hjóla, hlaupa, hoppa, horfa, hætta, kaupa, keyra, kíkja, klappa, klessa, klifra, klæða, kunna, kúka, kyssa, labba, laga, langa, láta, leika, leira, leita, lesa, liggja, lita, loka, mega, meiða, moka, muna, ná, opna, pissa, prófa, renna, reyna, róla, segja, setja, sigla, sitja, sjá, skemma, skera, skoða, sleikja, sofa, sofna, standa, stoppa, stýra, sulla, súpa, sýna, sækja, taka, tala, teikna, toga, týna, vakna, vanta, velja, vera, verða, vilja, vinna, vita, ýta, þurfa, ætla
3 ára
baka, bíta, blása, breyta, brotna, bursta, dansa, kríta, koma, deyja, elska, elta, éta, fela, festa, fjúka, flytja, greiða, hella, hlæja, hnerra, hósta, hrista, hræra, kalla, knúsa, kyngja, lemja, mála, missa, passa, perla, púsla, raða, rúlla, skrifa, skríða, skulu, sleppa, slökkva, smakka, smyrja, snúa, sópa, stökkva, synda, syngja, þurrka, þvo, æfa
2,5 ára
aðeins, þá, þegar, alltaf, núna, síðan, bráðum, hægt, hratt, hérna, þarna, hér, heima, inni, úti, uppi, ekki, bara, svona, svo,
líka, alveg, kannski
3 ára
stundum, aldrei, lengi, gær, ennþá, lengi, þar, mjög, samt, eiginlega, hvernig, saman
2,5 ára
allur, annar, einhver, enginn, ég, hann, hans, hinn, hún, hver, minn, neinn, okkur, sig, sinn, við, ykkur, það, þau, þeir, þessi, þið, þinn, þú, þær
3 ára
hennar, þeirra
2,5 ára
appelsínugulur, bilaður, blautur, blár, bleikur, brúnn, búinn, duglegur, fjólublár, flottur, fullur, fyrstur, glaður, gott, góður, grænn, gulur, heitur, hræddur, hvítur, kaldur, langur, leiður, lítill, ljótur, margur, mikill, pínulítill, rauður, reiður, risastór, skrýtinn, sniðugur, sterkur, stífur, stór, svartur, svolítill,
vondur, þreyttur
3 ára
aleinn, beyglaður, erfiður, fallegur, fínn, fínt, gamall, grár, grimmur, hægur, lasinn,
leiðinlegur, nýr, skemmtilegur, smár, stuttur, svangur, veikur, venjulegur, þungur, þyrstur, öðruvísi
2,5 ára
að, af, aftur, á, eftir, en, fyrir, hjá, í, já, með, nei, niður, og, sem, til, um, upp, úr, út, við, því
3 ára
eða, ef, einsog, inn, nema, yfir
Gagnlegt efni
Fjölbreyttar kennsluaðferðir
Inni á vefsíðunni Fjölbreyttar kennsluaðferðir er hægt að nálgast ýmiskonar efni til að mynda orðaforðaverkefni sem hægt er að prenta út og vinna með.
Orðaforðalistinn
Orðaforðalistinn er listi yfir hugtök og orð sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri séu komin með. Listann er hægt að finna á vefsíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Bókin Orð eru ævintýri
Myndaorðabók sem foreldrar og börn geta skoðað saman og byggt upp orðaforða. Bókin býður upp á fjölmörg tækifæri til að kynna ný orð. Aftarlega í bókinni (sjá bls. 86) eru dæmi um ráð og leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta bókina. Bókina er hægt að nálgast í gegnum vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Orðatorg
Orðatorg er vefur sem tengist bókinni Orð eru ævintýri en þar er til dæmis hægt að finna orðaleiki sem hægt er nýta til að efla orðaforðann.
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Anna Lísa Pétursdóttir, og Íris Dögg Rúnarsdóttir (2019). Tíðni orða í tali barna. Reykjavík. Háskólaútgáfan.
The Western NSW Local Health District. (2024). Waiting for speech pathology. https://www.nsw.gov.au/departments-and-agencies/wnswlhd/services/speech-pathology