Gagnlegar upplýsingar

Hvert skal leita ef upp koma áhyggjur?

  • Ef áhyggjur eru varðandi tal- og/eða málþroska er fyrsta skrefið að fá leiðsögn í leikskólanum.
  • Ef niðurstöður benda til þess að barn þurfi aðstoð þarf að setja fram áætlun um skipulagðar málörvunarstundir og markvissa íhlutun í samráði við deildar- og/eða sérkennslustjóra
  • Íhlutun þarf að vera tíð og sinnt bæði á leikskólanum og innan veggja heimilisins.
  • Leikskólar sinna snemmtækri íhlutun og fylgjast með framvindu barna er varðar tal- og málþroska í samstarfi við foreldra.
  • Mikilvægt er að foreldrar og fagfólk leikskólans vinni saman að markmiðum fyrir barnið ef áhyggjur eru varðandi tal- og eða málþroska.
  • Eftir að íhlutun hefur verið ákveðin þarf að fylgjast með framförum í 6-8 vikur. Að þeim tíma loknum þarf að meta stöðuna og sjá hvort þörf er á frekara inngripi. Leikskólar hafa aðgengi að talmeinafræðiþjónustu í gegnum sérfræðiþjónustu sveitarfélags sé þess þörf.

Gagnlegir tenglar

Heimasíður

fjolbreyttkennsla.is inniheldur fjölbreytt verkefni sem hægt er að prenta út.

hanen.org er fæðsla ætluð foreldrum og fagfólki. Reglubundið er hægt að sækja námskeið á vegum Hanen.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þjónustar meðal annars börn með heyrnarskerðingar og börn með skarð í vör og/eða gómi. Á vefsíðu HTÍ er að finna upplýsingar meðal annars um tal- og málþroska. Þar er líka hægt að fræðast um ýmis talmein og margt fleira.

Málefli eru hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun. Á síðu félagsins má finna gagnlegar upplýsingar um tal- og málþroskaröskun.

Miðja máls og læsis veitir stuðning, ráðgjöf og fræðslu varðandi málþroska, læsi, íslensku sem annað mál, fjöltyngi og fjölmenningu. Á heimasíðunni má finna gagnlegt efni um mál, læsi og fjöltyngi.

Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál en námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna.

Waiting for speech pathology er fræðsla um tal- og málþroska ætluð foreldrum.

Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál en námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna.

Smáforrit

Lærum og leikum með hljóðin

Orðagull

Orðalykill