Magn og gæði
Talaðu mikið við barnið þitt
Ekki spyrja of margra spurninga: Spurðu spurninga sem vekja til umhugsunar
Börn læra tungumálið í gegnum samskipti. Þá skiptir bæði máli hversu mikið er talað við barnið en einnig eru gæði samskipta mikilvæg. Hvernig er hægt að auka gæði samskipta? Sjá málörvunaraðferðir hér. Mundu að spyrja ekki of margra spurninga eða eins og þú sért að yfirheyra barnið. Spurðu frekar opinna spurninga sem vekja til umhugsunar og hvetja til samræðna. Opin spurning krefst þess að barnið svari með fjölbreyttari orðum en já eða nei. Dæmi um opna spurningu: Af hverju er hann glaður? Í stað þess að spyrja er hann glaður?
Samskipti
Náðu athygli barnsins
Hlustaðu á barnið þitt, sýndu því þolinmæði og gefðu því tíma til að sýna viðbrögð og tjá sig
Gefðu þér tíma til að ná athygli barnsins og augnsambandi við það. Í gagnvirkum samskiptum veitum við barninu óskipta athygli og gefum því tíma til að svara og tjá sig.
Endurtaka
Talaðu skýrt og segðu sömu orðin aftur og aftur
Endurtaktu leiðrétt eftir barninu, ekki einblína á mistök eða villur
Þegar börn eru að læra ný orð og hugtök er gott að endurtaka sama orðið aftur og aftur. Sum börn þurfa að heyra sama orðið oft til að læra það á meðan önnur börn þurfa bara að heyra það einu sinni.
Að endurtaktu setningar barnsins leiðrétt, sjá hér, er árangursrík leið til að styðja við málþroska barnsins. Barnið fær einnig staðfestingu á hlustun sem hvetur til enn frekari samskipta.
Málþroski leikskólabarna
Myndbandið fjallar meðal annars um mikilvægi þess að örva málþroska og hvernig hægt er að örva hann með þremur lykilþáttum: Samskiptum, endurtekningum og lestri.
Heyrnar og Talmeinastöðin. (2024). Blöðrublað. https://hti.is/images/talmeinasvid/pdf/Blodrubladid.pdf
Marta Eydal, Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Þorlákur Karlsson og Þóra Sæunn Úlfsdóttir. (2019). Börn sem eru sein til máls: Áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári. Netla. https://doi.org/10.24270/netla.2019.2
Rannsókna- og fræðslustofu um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna. (2024, 4. Janúar). Málþroski barna [myndband]. Vimeo. https://vimeo.com/899824155