Málþroski barna á leikskólaaldri leggur grunn að síðara námi í grunnskóla. Málþroski skiptist í máltjáningu og málskilning. Máltjáning vísar til þess hvernig þú tjáir þig eða talar til dæmis með því að spyrja spurninga, segja sögu eða tjá tilfinningar. Málskilningur felur í sér hversu vel þú skilur tungumálið eða það sem aðrir segja eins og að skilja setningar, orð og hugtök viðmælanda. Góður orðaforði er mikilvægur bæði fyrir máltjáningu og málskilning. Aðrir þættir sem falla undir málþroska eru málnotkun, orð, setningar og hljóðin.

Þroskaþrep

Börn eru eins misjöfn og þau eru mörg. Börn með eðlilegan málþroska ganga þó í gegnum sömu skref eða þrep þegar kemur að tal- og málþroska. Hér eru nokkur þrep sem þau fara í gegnum á aldrinum 2-4 ára. 

Sjá þrep varðandi framburð hér

2 ára

  • Barnið notar um 200 orð 

  • Barn sem notar færri en 50 orð gæti verið seint til máls

  • Barnið tengir saman tvö orð og myndar tveggja orða setningar eins og „Mamma út“ 

  • Getur fylgt einföldum fyrirmælum (1 þrepa): „Náðu í stígvélin“

Malthroski-teikning-10