Markmið þessarar vefsíðu er að veita foreldrum leiðbeiningar og ráðleggingar varðandi tal- og málþroska barna.
Höfundar eru Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir, en hún er með meistaragráðu í talmeinafræði, og Jóhanna Thelma Einarsdóttir, prófessor í talmeinafræði Háskóla Íslands. Að verkinu komu einnig Þóra Másdóttir, dósent í talmeinafræði, Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur og Signý Gunnarsdóttir talmeinafræðingur. Fyrstu drög vefsíðunnar voru hluti af meistaraverkefni Þorbjargar Sögu í námsleið í talmeinafræði við Háskóla Íslands.
Snærún Tinna Torfadóttir hönnuður vann myndir vefsíðunnar.
Vefsíðan var unnin með styrk frá Háskóla Íslands til að styðja við samfélagsvirkni sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir hlaut (2024).