Um okkur

Markmið þessarar vefsíðu er að veita foreldrum leiðbeiningar og ráðleggingar varðandi tal- og málþroska barna.

Höfundar eru Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir, en hún er með meistaragráðu í talmeinafræði, og Jóhanna Thelma Einarsdóttir, prófessor í talmeinafræði Háskóla Íslands. Að verkinu komu einnig Þóra Másdóttir, dósent í talmeinafræði, Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur og Signý Gunnarsdóttir talmeinafræðingur. Fyrstu drög vefsíðunnar voru hluti af meistaraverkefni Þorbjargar Sögu í námsleið í talmeinafræði við Háskóla Íslands.

Snærún Tinna Torfadóttir hönnuður vann myndir vefsíðunnar.

Vefsíðan var unnin með styrk frá Háskóla Íslands til að styðja við samfélagsvirkni sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir hlaut (2024).

Þorbjörg Saga Árnadóttir
Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir
Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Jóhanna Thelma Einarsdóttir